Innlent

Mátti ekki mótmæla á sendiráðslóðinni

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Lárus Páll Birgisson fór fram á tvær og hálfa milljón króna í bætur frá ríkinu.
Lárus Páll Birgisson fór fram á tvær og hálfa milljón króna í bætur frá ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Íslenska ríkið var í gær sýknað af tveggja og hálfrar milljónar skaðabótakröfu Lárusar Páls Birgissonar sem var handtekinn í tvígang við að mótmæla fyrir framan bandaríska sendiráðið.

Lárus var fyrst handtekinn við mótmæli við bandaríska sendiráðið í október 2009 og í síðara skiptið í júlí 2010. Í bæði skiptin stóð hann fyrir innan blómaker við inngang sendiráðsins. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði hann að verða við boðum um að færa sig fjær. Vildi Lárus meina að hann væri staddur á almennri gangstétt og hefði því rétt á að mótmæla friðsamlega þar.

Lárus Páll byggði kröfu sína á þeim forsendum að ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og fundafrelsi. Benti hann á að rétturinn til að mótmæla væri viðurkenndur hér á landi og að mótmæli hans hefðu verið friðsamleg.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fallast á kröfu Lárusar Páls þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að nokkur réttarbrot hefðu verið framin gagnvart honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×