Fótbolti

Matthías spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í sigri á Debrecen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthías þreytti frumraun sína með Rosenborg í kvöld.
Matthías þreytti frumraun sína með Rosenborg í kvöld. mynd/heimasíða start
Matthías Vilhjálmsson lék sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg þegar liðið vann 2-3 sigur á ungverska liðinu Debrecen í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Matthías kom inn á sem varamaður á 80. mínútu fyrir Alexander Söderlund, fyrrverandi samherja sinn úr FH. Þá var staðan 1-2 fyrir topplið norsku úrvalsdeildarinnar.

Debrecen var 1-0 yfir í hálfleik en Tobias Mikkelsen jafnði metin á 52. mínútu. Pål André Helland kom Rosenborg yfir sex mínútum síðar og Mikkelsen gerði svo sitt annað mark á 87. mínútu.

Ádam Bódi minnkaði muninn í 2-3 á lokamínútunni og gaf Ungverjunum von fyrir seinni leikinn á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi eftir viku.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í miðri vörn Rosenborg sem sló KR sem kunnugt er út í 2. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×