Fótbolti

Matthías skoraði tvisvar framhjá Hannesi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthías var á skotskónum í dag.
Matthías var á skotskónum í dag. Aðsend
Matthías Vilhjálmsson var hetja Start í dag, en hann skoraði bæði mörk liðsins í sigri á Sandnes Ulf á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Matthías kom Start yfir á 4. mínútu og bætti svo öðru marki við á þeirri 15.

Þannig var staðan fram á 80. mínútu þegar Diego Rubio minnkaði muninn fyrir Sandnes. Lengra komust heimamenn hins vegar ekki og Matthías og félagar fögnuðu góðum 2-1 sigri. Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem situr í 9. sæti með 18 stig.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var á sínum stað í marki Sandnes sem situr í 16. og neðsta sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg 08 sem gerði markalaust jafntefli við Lillestrøm á útivelli. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom inn á sem varamaður í liði Sarpsborgar á lokamínútu leiksins.

Lillestrøm situr í 6. sæti með 22 stig, en Sarpsborg í því 11. með 18 stig.

Þá vann Odd Grenland öruggan sigur á Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn engu á útivelli.

Jone Samuelsen, Elba Rashini og Ole Jørgen Halvorsen skoruðu mörk Odd Grenland sem situr í 3. sæti deildarinnar með 28 stig. Bodø/Glimt er í 10. sæti með 18 stig.

Fyrr í dag gerðu Sogndal og Viking markalaust jafntefli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×