Körfubolti

Matthías Orri: Var kominn með leið á körfuboltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías í leik með ÍR.
Matthías í leik með ÍR. vísir/daníel
Matthías Orri Sigurðarson, sem skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við ÍR, segir að sér líkaði meira við hugmyndina af háskólaboltanum heldur en að taka þátt í honum.

Matthías lék á síðasta ári í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, en ÍR gekk frá samningum við hann í vikunni.

„Aðal ástæðan afhverju ég ákvað að hætta hérna er að ég var bara kominn með leiða af körfuboltanum og naut hans ekki," sagði Matthías í samtali við Karfan.is.

„Ég komst svo bara að þeirri niðurstöðu að mér líkaði meira við hugmyndina af háskólaboltanum heldur en að taka þátt í honum. Þannig er að koma heim til að hafa gaman af því að spila körfubolta og sjá svo hvert það leiðir mig á næstu árum."

„Það kom ekkert sérstakt upp á úti. Ég átti að fá stórt hlutverk í liðinu á næsta ári en ég hafði bara litla ánægju af því að vera þarna lengur körfuboltalega séð,“ sagði Matthías Orri sem mun vafalítið leika stórt hlutverk hjá ÍR á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×