Fótbolti

Matthías: Sagði aldrei þessi orð um Alfreð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthías í leik með Start.
Matthías í leik með Start. mynd/heimasíða start
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi, er ósáttur við þarlenda fjölmiðla og segir rangt haft eftir sér í viðtali við Aftenbladet.

Í viðtalinu við Aftenbladet ræddi Matthías m.a. um tvo vináttuleiki íslenska landsliðsins og þess kanadíska í Flórída sem fóru fram á dögunum. Í viðtalinu var einnig haft eftir Matthíasi að Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad á Spáni, væri ekki nógu vinnusamur til að eiga fast sæti í íslenska landsliðinu.

Á Twitter-síðu sinni þvertekur Matthías fyrir að hafa látið þessi ummæli falla og skýrir sína hlið á málinu.

„Það sem ég sagði var að framherjar Íslands væru frábærir í dag og til að mynda væri einn markahæsti leikmaður í Evrópu ekki að fá séns vegna þess að Lars og Heimir teldu hann ekki passa jafnvel með Kolbeini, eða að því er virtist!“ skrifaði Matthías á Twitter fyrir stuttu síðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×