Erlent

Mattarella nýr forseti Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd af Sergio Mattarella frá árinu 2001.
Mynd af Sergio Mattarella frá árinu 2001. Vísir/AP
Ítalska þingið hefur skipað Sergio Mattarella sem nýjan forseta landsins. Mattarella er meðlimur í Partito Democratico, flokki jafnaðarmanna.

Mattarella er 73 ára gamall og hefur lengi starfað sem dómari á Sikiley. Þá var hann menntamálaráðherra landsins 1989 til 1990 og varnarmálaráðherra 1999 til 2001.

Hann tekur við embættinu af Giorgio Napolitano sem tók við forsetaembættinu árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×