Golf

Matt Kuchar sigraði á RBC Heritage eftir frábæran lokahring

Kuchar fagnar af innlifun eftir frábært högg á 18. holu.
Kuchar fagnar af innlifun eftir frábært högg á 18. holu. AP/Vísir
Matt Kuchar fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu sem kláraðist í kvöld en þessi 35 ára Bandaríkjamaður setti niður stórkostlegt vipp úr sandglompu á lokaholu mótsins til þess að tryggja sér sinn sjöunda sigur á PGA-mótaröðinni. Kuchar lék frábært golf í dag og spilaði Harbour town völlinn á 64 höggum eða sjö höggum undir pari.

Englendingurinn Luke Donald sem leiddi mótið eftir þrjá hringi þurfti að láta sér lynda annað sætið eftir að hafa leikið lokahringinn á 69 höggum. Hann endaði mótið á samtals tíu höggum undir pari, höggi á eftir Kuchar en Ben Martin og John Huh enduðu jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir pari

Fyrir sigurinn fékk Kuchar rúmlega 120 milljónir króna en næsta stopp á PGA-mótaröðinni verður í Louisianafylki þar sem Zurich classic fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×