Enski boltinn

Matic: Við eigum ennþá möguleika

Dagur Lárusson skrifar
Matic í leiknum gegn Bournemouth í vikunni.
Matic í leiknum gegn Bournemouth í vikunni. vísir/getty
Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, segir að titilbaráttan sé hvergi nærri búin og United munu berjast allt til loka.

Manchester United tapaði fyrir grönnum sínum í City síðustu helgi á heimavelli og eru nú 11 stigum á eftir þeim.

„Bilið á milli okkar er augljóslega mjög stórt, 11 stig er mjög mikið, en deildin er ekki búin. Ég er viss um það að það verða mjög athyglisverðir leikir allt til loka og ég er viss um að þeir munu missa einhver stig. Við munum sjá hvað gerist.“

Matic veit þó að til þess að ná City verði liðið að vinnan nánast alla sína leiki.

„Eins og ég segi þá eru mikið af leikjum eftir og við trúum því að við eigum ennþá möguleika. En til þess að ná þeim þá þurfum við að vinna nánast hvern einasta leik, við áttum okkur á því.“


Tengdar fréttir

Mourinho: Allir leikmenn hafa sitt verð

José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið sterklega í skyn að Henrikh Mkhitaryan verði seldur frá félaginu í janúarglugganum en hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×