Enski boltinn

Matic: Bikarkeppnin bjargar ekki tímabilinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nemanja Matic fagnar með sínum mönnum.
Nemanja Matic fagnar með sínum mönnum. vísir/getty
Eftir tapið gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku er enska bikarkeppnin eini raunverulegi möguleiki Manchester United á titli á tímabilinu. Miðjumaðurinn Nemanja Matic segir sigur í bikarnum ekki bjarga tímabilinu.

United vann sigur á Brighton í 8-liða úrslitum keppninnar um helgina og mætir Tottenham í undanúrslitum.

„Ég held ekki,“ sagði Matic aðspurður hvort það geti bjargað tímabilinu hjá United að vinna bikarinn. „Það er gott að vinna bikarinn en ekki fullkomið.“

„Við byrjum tímabilið í fjórum keppnum. Það að vinna eina þeirra er ekki nóg fyrir mig, en maður þarf alltaf að reyna sitt besta.“

United á varla möguleika á að ná grönnum sínum í City í úrvalsdeildinni, þó tölfræðilega sé það enn hægt, það munar 16 stigum á liðunum þegar átta leikir eru eftir. Þá tapaði liðið í 8-liða úrslitum deildarbikarsins og er eins og áður segir úr leik í Meistaradeildinni.

„Að vinna enska bikarinn gerir tímabilið ekki vel heppnað, en það er ágætt,“ sagði Matic en Serbinn er á sínu fyrsta tímabili í Manchester.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×