Lífið

Matarsóun verður að stöðva

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bandarískir þvottabirnir taka matarsóuninni fagnandi.
Bandarískir þvottabirnir taka matarsóuninni fagnandi. vísir/skjáskot
„Við erum að setja ruslsæng yfir matarkall með vindgang og gefa öllum heiminum „hollenska ofninn,“ segir satírusnillingurinn John Oliver sem gerði matarsóun að umfjöllunarefni sínu í nýjasta þætti Last Week Tonight.

Matarsóun er gríðarstórt vandamál í heiminum, jafnt vestanhafs sem hér á landi og gera Íslendingar sig sekir um að henda tugum kílóa af mat á mann árlega. Rannsóknir hafa bent til þess að við hendum jafnvel um þriðjungi alls þess matar sem við kaupum og hleypur andvirðið á hundruðum þúsunda.

Umfang vandans er engu minni í Bandaríkjunum, landi þar sem milljónir manna lifa undir fátæktarmörkum og hafa ekki efni á að fæða sig eða börn sín. Það eykur einungis á vandann að nú er yfirvofandi vatnsskortur í fjölmennasta fylgi landsins, Kaliforníu, og skýtur skökku við að henda mat sem mikið vatn hefur farið í að framleiða þegar vatnið er af skornum skammti.

Þá hefur matarsóun í för með sér gífurlegt álag á ruslahauga, sem og losun gróðurhúsalofttegunda.

Yfirferð Olivers má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hvernig getum við nýtt matinn okkar betur?

Þegar heim er komið úr matvöruversluninni getum við líka flestöll nýtt þann mat sem við svo kaupum inn enn betur. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumaður, þekkir vel kúnstina að nýta mat eins vel og hægt er.

Spyr ráðherra um matarsóun

Þingmaður Bjartrar framtíðar spyr ráðherra meðal annars um hvort umfang matarsóunar hafi verið mælt.

Tugir milljóna sparast á ári hverju

Með aðgerðum starfsmanna Landspítalans hefur matarsóun þar á bæ dregist umtalsvert saman undanfarin ár, eða sem nemur um 20 tonnum af mat á ári hverju.

Hendum mat fyrir hundruðir þúsunda á ári

Matarsóun hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið og ljóst að við getum öll tekið okkur á í þeim efnum. Það þýðir að meðalfjölskylda eyðir um 300 þúsund krónum á ári í mat sem fer í ruslatunnuna.

Umfang matarsóunar ókannað

Matarsóun hefur ekki verið skilgreind sérstaklega hér á landi í lögum eða reglugerðum. Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×