Viðskipti innlent

Matarkarfan hækkar um 21.000 krónur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þegar hækkun virðisaukaskatts úr 7% í 12% og niðurfelling sykurskatts er tekin saman kemur í ljós að matarkarfan mun hækka um 21.000 krónur að meðaltali á næsta ári.
Þegar hækkun virðisaukaskatts úr 7% í 12% og niðurfelling sykurskatts er tekin saman kemur í ljós að matarkarfan mun hækka um 21.000 krónur að meðaltali á næsta ári. Vísir/Vilhelm
Þegar hækkun virðisaukaskatts úr 7% í 12% og niðurfelling sykurskatts er tekin saman kemur í ljós að matarkarfan mun hækka um 21.000 krónur að meðaltali á næsta ári.

Þetta kemur fram í nýjum útreikningum sem Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst hefur sent frá sér vegna hækkunar virðisaukaskatts, niðurfellingu sykurskatts og og hvaða áhrif þessar aðgerðir munu hafa á útgjöld heimilanna. Í frétt á vef Rannsóknasetursins kemur fram:

„Forsendur útreikninga á áhrifum afnáms sykurskatts er að ýmsu leyti óljósari en áhrif á hækkun virðisaukaskatts. Sykurskattur nær til þeirra matvæla og drykkjarvara sem innihalda sykur eða sætuefni og fer skatturinn eftir magni sykurs í hverri vöru. Skatturinn leggst því í mjög mismiklu mæli á einstaka matvörur, allt eftir innihaldi sykurs og sætuefna í hverri vöru. Um er að ræða vörur í fjölmörgum mismunandi tollflokkum og ekki er ljóst hver áhrif sykurskattsins eru í smásöluverði hvers þeirra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×