MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 18:54

Matthías heldur áfram ađ safna titlum međ Rosenborg

SPORT

Matarbakkar ţriđjungi dýrari hjá Kópavogsbć

 
Innlent
07:00 02. FEBRÚAR 2016
Reykjavíkurborg hefur veriđ gagnrýnd fyrir ađ hafa ekki mötuneyti opin alla daga vikunnar til ađ koma í veg fyrir félagslega einangrun eldri borgara. Eingöngu Mosfellsbćr og Seltjarnarnes bjóđa upp á mötuneytismat um helgar.
Reykjavíkurborg hefur veriđ gagnrýnd fyrir ađ hafa ekki mötuneyti opin alla daga vikunnar til ađ koma í veg fyrir félagslega einangrun eldri borgara. Eingöngu Mosfellsbćr og Seltjarnarnes bjóđa upp á mötuneytismat um helgar. VÍSIR/VALLI

Fréttablaðið fékk upplýsingar um verð á mat í mötuneytum fyrir eldri borgara, verð á heimsendum matarbökkum og hversu oft væri opið í mötuneytum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í kjölfar mikillar umræðu um mat til eldri borgara í Reykjavík.

Máltíð í mötuneyti og matarbakkar í Reykjavík eru á lægsta verði og eitt mötuneyti af sautján í borginni er opið um helgar. Seltjarnarnes kemur fast á hæla Reykjavíkur með næstlægsta verðið en þar er mötuneytið opið alla daga vikunnar. Mosfellsbær er eina bæjarfélagið fyrir utan Seltjarnarnes sem hefur opið alla daga. En Mosfellsbær niðurgreiðir ekki matinn.

„Allur matur handa eldri borgurum í Mosfellsbæ kemur úr mötuneyti Eirar. Það er hagkvæmni fólgin í því. Langflestir sem nota þjónustuna eru í föstu fæði og fá máltíðina á 800 krónur en stök máltíð kostar 1.200 krónur,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara.

Garðabær er eina sveitarfélagið fyrir utan Mosfellsbæ sem niðurgreiðir ekki máltíðina. Öll sveitarfélögin niðurgreiða þó heim­sendingarnar á matarbökkunum. Í Hafnarfirði er hæsta niðurgreiðslan á matnum og verðið með því lægsta.

Ef verðið á stakri máltíð í Mosfellsbæ er ekki tekið með, enda fáir sem greiða það verð, þá er dýrasta máltíðin og dýrasti matarbakkinn í Kópavogi. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir skipulag á matarmálum bæjarins vera í endurskoðun.


Matarţjónusta viđ eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu
Matarţjónusta viđ eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Matarbakkar ţriđjungi dýrari hjá Kópavogsbć
Fara efst