Enski boltinn

Mata elskar Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. vísir/getty
Það er ekki sjálfgefið að leikmenn Man. Utd og Man. City njóti lífsins í Manchester-borg en það er ekkert slíkt vesen á Spánverjanum Juan Mata sem leikur með United.

Hann kom til félagsins frá Chelsea í janúar árið 2014 og er orðinn lykilleikmaður hjá stjóra liðsins, Louis van Gaal. Hann er búinn að spila í öllum leikjum United í vetur.

Mata er með samning við félagið til ársins 2018 og er ekkert að hugsa sér til hreyfings enda líður honum og fjölskyldunni vel í borginni.

„Það besta við að búa í Manchester er að hérna er mjög breskt andrúmsloft. Svo er það tónlistin en margar frábærar hljómsveitir hafa komið héðan," segir Mata.

„Svo er alls konar söfn og góð veitingahús í borginni. Eina sem ég get sett út á er veðrið. Ég hef aðlagast vel og þessi fimm ár á Englandi hafa liðið hratt."

Manchester á betur við Mata en London með öllum sínum hraða.

„London er frábær en það er of mikill hraði á öllu þar fyrir minn smekk. Það er allt rólegra í Manchester og hér líður mér virkilega vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×