Enski boltinn

Mata: Maður getur ekki verið að velta sér upp úr gagnrýnisröddunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Juan Mata í leik með United á síðasta tímabili.
Juan Mata í leik með United á síðasta tímabili. vísir/getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, segir að leikmenn liðsins verði að temja sér þær vinnureglur að lesa ekki fjölmiðla og hlusta ekki of mikið á gagnrýnisraddir. Þetta hafi hann lært eftir að hann gekk í raðir United á sínum tíma.

United tapaði þremur leikjum í röð í öllum keppnum á dögunum og fengu leikmenn liðsins yfir sig mikla og harða gagnrýni. Mata hefur lært að hlusta ekki á slíkt og einbeita sér að leiknum sjálfum.

United vann auðveldan sigur á Englandsmeisturum Leicester í gær og það áður vann liðið þægilegan, 3-1, sigur á Northampton Town í bikarnum.

„Það er alltaf gríðarlega mikil umræða í kringum Manchester United, enda einn stærsti klúbbur í heiminum,“ sagði Mata í samtali við MUTV.

„Augljóslega voru margir að bíða eftir að við myndum tapa, og auðvitað gerðist það að lokum. Við þurfum bara að læra að takast á því svona tíma. Ég sem atvinnumaður hef lært að maður getur ekki verið að hugsa út í hvað öðrum finnst. Ef maður fer að velta sér upp úr gagnrýnisröddum verður maður bara klikkaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×