Enski boltinn

Mason vaknaður og farinn að tjá sig | Cahill og Terry heimsóttu hann í gærkvöldi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason kom til Hull frá Tottenham fyrir tímabilið.
Mason kom til Hull frá Tottenham fyrir tímabilið. vísir/getty
Ryan Mason, leikmaður Hull City, er vaknaður og farinn að tjá sig aftur eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Chelsea í gær.

Mason og Gary Cahill, leikmaður Chelsea, lentu þá í harkalegu samstuði og lágu báðir óvígir eftir.

Mason fór mun verr út úr samstuðinu en hann höfuðkúpubrotnaði og gekkst undir aðgerð. Hull sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem líðan hans var lýst sem stöðugri.

Hull sendi frá sér aðra yfirlýsingu áðan þar sem fram kemur að hann sé vaknaður og farinn að tjá sig. Hann verður þó áfram á spítala næstu dagana.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að Cahill og John Terry, fyrirliði Chelsea, hefðu heimsótt St Mary's spítalann í gærkvöldi þar sem þeir ræddu við fjölskyldu Masons.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×