Innlent

Mary og fjölskyldan hennar fá dvalarleyfi

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðmundur Karl með Mary.
Guðmundur Karl með Mary. Guðmundur Karl
Hin átta ára gamla Mary hefur fengið dvalarleyfi hér á landi ásamt foreldrum sínum Sunday og Joy. Mary og fjölskyldan hennar komu til Íslands fyrir einu og hálfu ári. Móðir hennar, Joy, var fórnarlamb mansals og hafði faðir hennar, Sunday, flúði pólitískar ofsóknir í Nígeríu. Sunday og Joy hittust fyrst á leiðinni frá Líbýu til Ítalíu en senda átti þau aftur Nígeríu, þangað sem Mary hafði aldrei búið í.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta dásamlegar fréttir.

Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar, greindi fyrst frá dvalarleyfi fjölskyldunnar á Facebook-síðu sinni.


Tengdar fréttir

Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×