Fótbolti

Martins yfirgefur Bandaríkin fyrir Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martins átti góðu gengi að fagna með Seattle Sounders.
Martins átti góðu gengi að fagna með Seattle Sounders. vísir/getty
Nígeríski framherjinn Obafemi Martins hefur sagt skilið við Seattle Sounders í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og er genginn í raðir Shanghai Shenhua í Kína.

Martins bætist þar með í hóp fjölda þekktra leikmanna sem hafa söðlað um á undanförnum vikum og farið til Kína.

Hjá Shanghai hittir Martins fyrir þekkta leikmenn á borð við Fredy Guarín og Demba Ba. liðið endaði í 6. sæti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra.

Martins, sem er 31 árs, hefur verið lengi að en hann hefur m.a. spilað með Inter, Newcastle United og Wolfsburg á ferlinum.


Tengdar fréttir

Tevez hafnaði gylliboði frá Kína

Carlos Tevez hefur ákveðið að halda tryggð við uppeldisfélagið Boca Juniors í Argentínu þrátt fyrir sannkallað ofurtilboð frá kínverska liðinu Shanghai SIPG.

Fréttaskýring: Það kvað vera fallegt í Kína

Miklir peningar eru komnir inn í fótboltann í Kína en liðin þar í landi hafa eytt himinháum upphæðum í leikmenn á undanförnum vikum. Kínverjar ætla sér stóra hluti á fótboltasviðinu á næstu árum.

Jelavic farinn til Kína

Kínversk knattspyrnulið halda áfram að kaupa knattspyrnumenn frá Evrópu í stórum stíl en nú var West Ham að missa framherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×