Enski boltinn

Martinez óttast að leikmenn Belgíu og Englands mæti þreyttir á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roberto Martinez á blaðamannafundi.
Roberto Martinez á blaðamannafundi. vísir/getty
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, er hræddur um að lengd tímabils ensku úrvalsdeildarinnar gæti orðið til þess að leikmenn Belga og Englendinga gætu verið lúnir þegar þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi í sumar.

Margir leikmenn Belgíu spila í Englandi býst Martinez við einhverjum forföllum en segir að hann geri sér fulla grein fyrir því að leikmenn frá bæði Belgíu og Englandi gætu mætt þreyttir til leiks á HM, vegna þess að ekkert vetrafrí er í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég held að þetta sé ekkert leyndarmál. Við höfum opnað bækurnar fyrir hvor öðrum. Við erum með fullt af leikmönnum sem deila búningsherbergi með hvor öðrum,” sagði Martinez og hélt áfram.

„Ég held að enska úrvalsdeildinni sé að gera þetta erfitt fyrir leikmennina að spila á stóru mótunum. Það eru enn stórar spurningar um hvernig þessir leikmenn mæta til leiks."

Belgar og Englendingar eru saman í riðli á HM og mætast í síðasta leik riðilsins en auk Belgíu og Englands er Túnis og Panama í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×