Enski boltinn

Martinez: Urðum kraftlausir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Martinez bjóst við þremur stigum
Martinez bjóst við þremur stigum vísir/getty
„Ég myndi segja að þetta væri frábær frammistaða því við vorum 2-0 undir. Við sýndum mikinn karakter því þetta var ekki auðvelt,“ sagði Mathieu Flamini miðjumaður Arsenal eftir 2-2 jafnteflið gegn Everton í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Í hálfleik sagði þjálfarinn að það væri pláss á miðjunni til að búa til tækifæri og við trúðum því að við gætum það.

„Við höfum lært mikið af leikjum okkar gegn toppliðunum á síðustu leiktíð. Við gáfumst ekki upp og það var mikilvægt. Þetta er minnisstæður dagur fyrir okkur,“ sagði Flamini strax eftir leik í dag.

Roberto Martinez knattspyrnustjóri Everton var að vonum ósáttur við að sjá lið sitt kasta tveggja marka forystu frá sér á síðustu sjö mínútum leiksins.

„Við urðum kraftlausir og við vildum bara að leikurinn myndi klárast. Þannig lið erum við ekki og það er ekki okkar leikstíll,“ sagði Martinez.

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna í 80 mínútur. Fyrri hálfleikur var stórfenglegur. Í framtíðinni munum við tryggja að leikum svona í 90 mínútur,“ sagði stjóri Everton.

formance."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×