Enski boltinn

Martinez: Þurfum að sýna hvað í okkur býr

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Martinez
Martinez vísir/getty
Roberto Martinez þjálfari Everton segir leik Newcastle og Everton í dag vera lykilleik fyrir lið sitt í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Everton er í 12. sæti deildarinnar, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir neðan Newcastle, en gengi liðsins er langt fyrir neðan væntingar.

Everton hefur aðeins unnið einn af sex síðust leikjum sínum og er ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.

„Ég held að okkur skorti ekki sjálfstraust,“ sagði Martinez á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag.

„Ég held að væntingarnar og virðing andstæðinga okkar sem koma á Goodison Park hafa haft sitt að segja. Núna er augnablikið sem er mikilvægt fyrir okkur að sýna hvað í okkur býr.

„Við eigum aðra 48 tíma á milli leikja en ef við skoðum Stoke leikinn þá fengum við ekki það sem við áttum skilið úr þeim leik,“ sem Everton tapaði 1-0 á heimavelli.

„Við þurfum að sýna að við vitum hvað við erum að gera. Við skiljum hvernig við eigum að leika og ef við höldum því áfram þá munu úrslitin fylgja,“ sagði Martinez.

Leikur Newcastle og Everton verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 16:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×