Martin valinn leikmađur vikunnar í NEC-deildinni

 
Körfubolti
18:00 01. FEBRÚAR 2016
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. VÍSIR/DANÍEL

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti frábæra viku með körfuboltaliði LIU Brooklyn skólans og hann var í kvöld valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni.

Martin deilir verðlaunum með Michael Carey, leikmanni Wagner. Þetta er í annað skiptið á þessu tímabili sem Martin fær þessi verðlaun.

Martin Hermannsson var með 21,5 stig, 7,0 stoðsendingar, 5,5 fráköst og 3,5 stolna að meðaltali í leikjum LIU Brooklyn í vikunni. Hann nýtti ennfremur 52,1 prósent skota sinna og 80 prósent vítaskotanna.

Martin komst í fámennan hóp með þeim Kris Dunn og Ben Simmons en þeir þrír eru einu leikmennirnir í bandaríska háskólaboltanum í vetur sem hafa náð því að vera að minnsta kosti með 20 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í einum leik.

Martin var með 22 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sigri á móti Sacred Heart skólanum en íslenski bakvörðurinn tapaði ekki einum bolta allan leikinn.

Martin er með fimm hæstu á tímabilinu í stigum (15,0 - 5. sæti), stoðsendingum (4,6 - 3. sæti), stolnum boltum (1,9, - 2. sæti), vítanýtingu (87,5 prósent - 2. sæti) í NEC-deildinni og þá er hann í sjötta sæti yfir þriggja stiga skotnýtingu (40 prósent).

Næsti leikur Martins og félaga í LIU Brooklyn skólaliðinu er á móti Mount St. Mary's aðfaranótt föstudagsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Martin valinn leikmađur vikunnar í NEC-deildinni
Fara efst