Martin stiga- og stođsendingahćstur í langţráđum sigri

 
Körfubolti
20:52 07. MARS 2017
Martin skorađi 19 stig.
Martin skorađi 19 stig. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Martin Hermannsson var stiga- og stoðsendingahæstur í liði Charleville-Mézières sem bar sigurorð af Roanne, 96-70, í frönsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta var afar kærkominn sigur fyrir Martin og félaga en þeir voru búnir að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld. Charleville-Mézières er í 3. sæti deildarinnar.

Martin skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr sex af 12 skotum sínum utan af velli og nýtti fimm af sex vítum sínum.

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen halda áfram á sigurbraut en í kvöld unnu þeir 66-74 sigur á Vichy-Clermont.

Þetta var fjórði sigur Rouen í röð en liðið er á hraðferð upp töfluna og er komið í 11. sætið.

Haukur Helgi átti góðan leik; skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hann var frákastahæstur á vellinum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Martin stiga- og stođsendingahćstur í langţráđum sigri
Fara efst