Körfubolti

Martin stiga-, frákasta- og stoðsendingahæstur í sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin er stigahæsti leikmaður Charleville-Mezieres í vetur.
Martin er stigahæsti leikmaður Charleville-Mezieres í vetur. vísir/ernir
Martin Hermannsson hefur farið frábærlega af stað með franska B-deildarliðinu Charleville-Mezieres sem hann gekk til liðs við í sumar.

Íslenski landsliðsmaðurinn átti skínandi góðan leik í kvöld þegar Charleville-Mezieres vann tíu stiga sigur, 71-61, á Aix-Maurienne á heimavelli.

Martin var stiga, frákasta- og stoðsendingahæstur í liði Charleville-Mezieres í kvöld. Hann skoraði 17 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Martin fiskaði einnig fimm villur á leikmenn Aix-Maurienne.

Martin og félagar eru í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir sjö umferðir.

Það gengur ekki jafn vel hjá Hauki Helga Pálssyni og félaga í Rouen sem steinlágu, 66-99, fyrir Boulazac á heimavelli í kvöld.

Rouen er í átjánda og neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn leik í vetur.

Haukur Helgi lék í 16 mínútur í leiknum í kvöld; skoraði sjö stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×