Menning

Martin móðgar aðdáendur

George R. R. Martin er orðinn þreyttur á tali aðdáenda um dauða sinn.
George R. R. Martin er orðinn þreyttur á tali aðdáenda um dauða sinn. Mynd: NordicPhotosGetty
George R. R. Martin, höfundur seríunnar Song of Ice and Fire sem sjónvarpsþættirnir Game of Thrones eru byggðir á, er orðinn langþreyttur á því að aðdáendur bókanna lýsi yfir áhyggjum af því að honum endist ekki aldur til að ljúka við seríuna.



Í viðtali við svissneska blaðið Tages-Anzeiger fyrir skömmu svaraði hann spurningu blaðamannsins þar að lútandi með þessum orðum: „Mér finnst það móðgandi þegar fólk fer að velta fyrir sér dauða mínum og heilsufari. Þetta fólk má fokka sér.“ Og orðum sínum til áréttingar sýndi hann blaðamanni fingurinn.



Talskona Martins hefur síðan reynt að lágmarka skaðann með því að halda því fram að hann hafi ekki átt við aðdáendur sína heldur blaðamanninn, en í ljósi ýmissa fyrri ummæla Martins þykir það yfirklór ekki sannfærandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×