ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:02

Wells Fargo nćr sátt vegna svikareikninga

VIĐSKIPTI

Martin magnađur í sigri í Íslendingaslag

 
Körfubolti
22:01 15. FEBRÚAR 2016
Martin Hermannsson hefur veriđ magnađur í vetur.
Martin Hermannsson hefur veriđ magnađur í vetur. MYND/LIU

Ekkert lát er á frábærri spilamennski Martins Hermannssonar, landsliðsmanns í körfubolta, með liði sínu LIU Brooklyn Blackbirds í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Martin var í sigurliði LIU í kvöld í Brooklyn- og Íslendingaslag á móti St. Francis, en Svartþrestirnir höfðu betur, 82-67.

Martin skoraði 19 stig, tók sjö fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal fimm boltum og tapaði honum aldrei. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem hann hleður í aðra eins tölfræðilínu.

Landsliðsmaðurinn, sem hefur verið í miklum ham í vetur, skoraði úr sex af þrettán skotum sínum utan að velli og nýtti öll sex vítaskotin sín.

Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson var í byrjunarliði St. Francis og skoraði tvö stig og tók sjö fráköst á 28 mínútum.

LIU Brooklyn er búið að vinna þrettán leiki og tapa tólf (7-7 innan deildarinnar) og er í sjötta sæti í norðausturdeildinni. St. Francis er með sama heildarárangur (9-5 innan deildarinnar) og er í þriðja sæti NEC.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Martin magnađur í sigri í Íslendingaslag
Fara efst