Körfubolti

Martin leikmaður vikunnar í þriðja sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermannsson er að kveikja í norðausturdeildinni í bandarísku háskólakörfunni.
Martin Hermannsson er að kveikja í norðausturdeildinni í bandarísku háskólakörfunni. vísir/stefán
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, var í dag útnefndur leikmaður vikunnar í NEC-deildinni í bandarísku háskólakörfunni. Þetta kemur fram á heimasíðu LIU Brooklyn.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem bakvörðurinn hlýtur þessa nafnbót og í sjötta sinn sem leikmaður úr liði LIU Brooklyn er valinn bestur á tímabilinu.

Sjá einnig:Svakaleg tölfræði hjá Martin í síðustu sex leikjum

Martin fór hamförum í síðustu viku í tveimur sigurleikjum. Fyrst vann LIU 82-69 sigur á Wagner-háskólanum og hafði svo betur á móti St. Francis í Íslendingaslag, 92-67.

Martin skoraði 17 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal einum bolta á móti Wagner, en gerði svo enn betur á móti St. Francis og skoraði 19 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal boltanum 5 sinnum.

Íslenski landsliðsmaðurinn var því með 18 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali í þessum tveimur leikjum, en að auki nýtti hann öll tólf vítaskotin sín.

Martin er fjórði stigahæsti leikmaður norðausturdeildarinnar með 15,8 stig að meðaltali í leik, fjórði stoðsendingahæsti með 4,4 stoðsendignar í leik og er með næst bestu vítanýtinguna eða 88 prósent.


Tengdar fréttir

Martin valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti frábæra viku með körfuboltaliði LIU Brooklyn skólans og hann var í kvöld valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×