LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 15:00

Hrađamet hjá Ara Braga

SPORT

Martin frábćr í síđasta leik LIU sem mćtir Sacred Heart í fyrstu umferđ

 
Körfubolti
08:00 29. FEBRÚAR 2016
Martin Hermannsson er búinn ađ spila frábćrlega fyrir LIU á tímabilinu.
Martin Hermannsson er búinn ađ spila frábćrlega fyrir LIU á tímabilinu. MYND/LIU

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, átti enn einn stórleikinn þegar lið hans LIU Brooklyn tapaði á heimavelli, 88-83, gegn Bryant Bulldogs í lokaleik sínum í norðaustur deild bandaríska háskólakörfuboltans.

Martin var grátlega nálægt þrennu, en hann skoraði 20 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum. Hann stal að auki tveimur boltum og hitti úr sjö af átta vítaskotum sínum í leiknum.

Hann hitti úr tveimur mikilvægum vítaskotum undir lok leiksins og minnkaði muninn í 85-83 en liðsfélagi hans klúðraði skoti í næstu sókn LIU sem varð til þess að Bryant kláraði leikinn.

Martin lauk deildarkeppninni (18 leikjum) með 16,5 stig, 4,5 fráköst, 4,7 stoðsendingar og 1,8 stolinn bolta að meðaltali í leik. Hann bætti öll meðaltölin frá því á nýliðaárinu sínu í fyrra.

LIU Brooklyn vann níu leiki af 18 í NEC-deildinni og hafnaði í sjötta sæti. Það mætir Sacred Heart-skólanum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á fimmtudaginn, en aðeins þarf að vinna einn leik til að komast í næstu umferð. Liðin mættust tvisvar á tímabilinu og unnu sitthvorn leikinn.

Sigurvegarinn í NEC-deildinni fer í lokamótið (March Madness) þangað sem 64 bestu lið Bandaríkjanna komast. LIU er eins og hin liðin í sinni deild þremur sigrum frá lokamótinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Martin frábćr í síđasta leik LIU sem mćtir Sacred Heart í fyrstu umferđ
Fara efst