Körfubolti

Martin: Verður mikill hausverkur fyrir þjálfarana að velja lokahópinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin var flottur í kvöld.
Martin var flottur í kvöld. Vísir/andri marinó
„Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í fyrsta leikhlutanum,“ segir Martin Hermannsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann gerði 15 stig fyrir Ísland í kvöld.

Ísland vann fínan sigur á Belgíu 83-76 í vináttuleik en leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir Eurobasket sem hefst í lok ágúst.

„Við mættum tilbúnir og vorum að hitta vel. Svo mátti alveg búast við því að seinni hálfleikurinn yrði svolítið þungur og erfiður.“

Hann segir að svona leikir séu frábærir til að koma sér aftur í leikform.

„Fyrst og fremst er ég bara gríðarlega ánægður með þennan sigur, hann er mikilvægur. Þjálfararnir voru búnir að láta okkur vita fyrir leik að það yrði rúllað á morgun mönnum og allir myndu fá sénsinn. Til þess eru nú þessir leikir, til að finna út hverjir eru í þessum lokahóp.“

Martin segir að allir leikmenn liðsins hafi spilað nokkuð vel í dag og þeir sem fengu sénsinn hafi nýtt hann vel.

„Það verður mikill hausverkur fyrir þjálfarana að velja þennan lokahóp.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×