Fótbolti

Marta orðin sænskur ríkisborgari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marta.
Marta. Vísir/Getty
Marta, sem hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims, er nú komin með sænskt ríkisfang.

Marta Vieira da Silva eins og hún heitir fullu nafni er 31 árs gömul en hún kom fyrst til Svíþjóðar árið 2004.

Marta spilaði með Umeå IK frá 2004 til 2008 en hún snéri síðan aftur til Svíþjóðar 2012 og hefur síðan spilað með Tyresö (2012-14) og Rosengård (frá 2014).

Marta var kosin besta knattspyrnukona heims fimm ár í röð frá árinu 2006 til ársins 2010.  Hún hefur einnig verið fjórum sinnum í öðru sæti í kjörinu og tvisvar í þriðja sæti. Samtals þýðir þetta að ellefu sinnum hefur hún verið í hópi þriggja bestu knattspyrnukvenna heims.

Marta varð árið 2015 markahæsti leikmaður heimsmeistaramóts kvenna frá upphafi þegar hún skoraði sitt fimmtánda HM-mark.

Marta hefur unnið sænska meistaratitilinn sjö sinnum á ferlinum þar af tvisvar sinnum sem leikmaður Rosengård og fjórum sinnum sem leikmaður Umeå IK.

Marta verður hér eftir með tvöfalt ríkisfang en hún hefur leikið yfir hundrað landsleiki fyrir Brasilíu og mun halda áfram að spila fyrir brasilíska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×