Erlent

Mars heitasti mánuðurinn hingað til

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Miklir þurrkar hafa verið á Filippseyjum en þurrkar sem hafa í för með sér uppskerubrest eru ein afleiðing loftslagsbreytinga.
Miklir þurrkar hafa verið á Filippseyjum en þurrkar sem hafa í för með sér uppskerubrest eru ein afleiðing loftslagsbreytinga. vísir/epa
Marsmánuður var heitasti mánuðurinn hingað til í sögu jarðarinnar og sló þar með febrúarmánuði á þessu ári við. Borið saman við meðaltal hitastigs á jörðinni á 20. öld var marsmánuður 1,07°C heitari en febrúar hafði verið 1,04°C yfir meðaltalinu, sé miðað við tölur frá japönsku veðurstofunni en tölur stofnunarinnar ná aftur til ársins 1891.

Hitastig heldur því stöðugt áfram að hækka og segja vísindamenn að ástandið sé hættulegt þar sem ekki hafa sést tveir metmánuðir í hitastigi í röð áður. Vilja margir meina að neyðarástand sé að skapast því þrátt fyrir að loftslagsbreytingar séu mældar yfir lengra tímabil, jafnan yfir ár og áratugi, óttast vísindamenn að hækkanir hitastigs nú í febrúar og mars gefi ófögur fyrirheit um framhaldið.

„Þessi nýja tölfræði minnir okkur hversu nálægt við erum hættumörkum. Þá sýnir þetta þá brýnu nauðsyn að draga úr losun gróðurhúslofttegunda um allan heim,“ er haft eftir Michael Mann, prófessor í loftslagsbreytingum, við Penn State University í Bandaríkjunum í frétt Guardian um málið.

Á loftslagsráðstefnunni í París sem haldin var í desember síðastliðnum var það samþykkt að hvert ríki skyldi setja sér sína eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegundar svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C.


Tengdar fréttir

Andskotanum erfiðara verkefni

Íslendingar hafa það sem til þarf til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, og það hratt. Án tæknibyltingar þýða markmið Parísarsamkomulagsins endi olíualdarinnar. Kolefnisjöfnuður gæti verið raunhæft markmið Íslands

Verri stormar en áður hafa þekkst frá El Niño

Geimferðastofnun Bandaríkjanna varar við að El Nio-veðurfyrirbrigðið í ár gæti valdið verstu stormum í sögu sinni. El Niño lætur á sér kræla á tveggja til sjö ára fresti. Nú þegar hefur það valdið mannskæðum flóðum í Suðu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×