Enski boltinn

Marouane Fellaini: Þetta voru ekki góð úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Fellaini var búin að bíða lengi eftir þessu marki.
Marouane Fellaini var búin að bíða lengi eftir þessu marki. Vísir/Getty
Marouane Fellaini kom inn á sem varamaður og skoraði fyrra mark Manchester United í 2-2 jafntefli á móti West Bromwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var fyrsta deildarmark Fellaini fyrir Manchester United en markið skoraði hann aðeins þremur mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður í hálfleik. Fellaini var ekki sáttur í leikslok.

„Þetta voru ekki góð úrslit fyrir okkur því næstu tveir leikir verða mjög erfiðir. Stjórinn bað mig um að setja pressu á teiginn og að berjast. Ég gerði það og tókst að skora," sagði Marouane Fellaini við BBC.

„Við litum betur út í seinni hálfleiknum. Ég var búinn að bíða lengi eftir fyrsta markinu mínu og vonast til þess að skora fleiri mörk fyrir Manchester United," sagði Fellaini en þegar hann jafnaði á 48. mínútu var WBA búið að vera 1-0 yfir í 40 mínútur.

„Það er stórleikur hjá okkur í næstu viku og við verðum að fara ná upp einbeitingu í heilan leik. Við vitum að við erum í vandræðum með jafnvægið á milli varnar og sóknar en við vinnum í því að bæta það á hverjum degi. Við verðum að vinna næsta leik á móti Chelsea," sagði Fellaini.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Vorum að spila okkar besta leik á tímabilinu

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sína menn lenda tvisvar undir á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en landi hans Daley Blind tryggði liðinu 2-2 jafntefli þremur mínútum fyrir leikslok.

Berahino: Ég læt fótboltann minn um það að tala

Saido Berahino skoraði seinna mark West Bromwich Albion í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í kvöld í síðasta leiknum í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×