Enski boltinn

Markvörðurinn sem ver ekki skot: Sex síðustu skot sem Bravo hefur fengið á sig farið í netið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Claudio Bravo hefur ekki varið skot í 180 mínútur.
Claudio Bravo hefur ekki varið skot í 180 mínútur. vísir/getty
Það virðist vera nóg fyrir mótherja Manchester City að hitta á markið til að skora. Þetta sýnir tölfræðin svart á hvítu.

Sílemaðurinn Claudio Bravo hefur ekki átt sjö dagana sæla í marki City eftir að hann var keyptur til liðsins frá Barcelona síðasta haust.

Mótherjar City hafa átt 59 skot á mark í þeim 19 leikjum sem Bravo hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni í vetur, og skorað 25 mörk. Næstum því helmingur þeirra skota sem Bravo fær á sig enda því í netinu.

Frammistaða Bravo hefur ekkert batnað eftir því sem liðið hefur á tímabilið, heldur þvert á móti. Hún virðist einfaldlega versna. Til marks um það hafa 16 af síðustu 24 skotum sem Bravo hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni endað í netinu.

Það eru liðnar 180 mínútur síðan Bravo varði skot í deildarleik. Síðast varði Sílemaðurinn frá Michael Keane á lokamínútunni í leik City og Burnley 2. janúar.

Síðan þá hefur Bravo fengið á sig sex skot sem öll hafa farið inn. Leikmenn Everton skoruðu úr öllum fjórum skotum sínum sem hittu á mark City um síðustu helgi og leikmenn Tottenham skoruðu úr báðum skotunum sem þeir áttu á markið í 2-2 jafnteflinu við City á laugardaginn.

Mörkin úr þessum tveimur leikjum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Everton rúllaði yfir City

Everton gerði sér lítið fyrir og vann auðveldan sigur á Manchester City, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Goodison Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×