FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 08:09

Harđlínumađur stađfestur sem sendiherra í Ísrael

FRÉTTIR

Markvörđur úr Meistaradeildinni til Fylkis

 
Íslenski boltinn
09:23 11. FEBRÚAR 2016
Audrey mun berjast um markmannsstöđuna hjá Fylki viđ Evu Ýr Helgadóttur.
Audrey mun berjast um markmannsstöđuna hjá Fylki viđ Evu Ýr Helgadóttur. MYND/FYLKIR
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Fylkir hefur samið við markvörðinn Audrey Rose Baldwin um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Audrey er fædd árið 1992 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún lék með Keflavík í 1. deildinni  síðasta sumar en kemur til Fylkis frá hinu sterka danska liði Fortuna Hjörring sem spilaði í Meistaradeild Evrópu.

Eva Ýr Helgadóttir varði mark Fylkis í fyrra en hún er á leið í nám til Bandaríkjanna í ágúst. Eva og Audrey munu berjast um markmannsstöðuna hjá Árbæjarliðinu næsta sumar.

„Við erum yfir okkur ánægð að hafa klófest markmann á þessum gæðaflokki. Audrey er kominn með fína leikreynslu og fékk að kynnast Meistaradeildinni með Fortuna Hjörring. Við erum í engum vafa um að Audrey muni smellpassa inn í okkar markmið og verður spennandi samkeppni milli hennar og Evu,“ segir Eiður Ben Eiríksson, þjálfari Fylkis, í fréttatilkynningunni.

Audrey kveðst einnig ánægð með félagaskiptin: „Ég hafði nokkra möguleika en valdi Fylki. Íslenska deildin er sterk og liðið er spennandi. Ég held að þetta muni henta báðum aðilum vel, ég get hjálpað liðinu að stíga næstu skref og ég gert það sem ég elska, að spila fótbolta og það hjá flottum klúbbi. Markmið mín fyrir komandi tímabil eru skýr, ég ætla að bæta minn leik eins mikið og ég get og vonandi um leið að hjálpa liðinu að ná sínum besta árangri.“

Fylkis-liðið er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem það mætir Val. Fylkir hefur unnið alla fjóra leiki sína í Reykjavíkurmótinu til þessa með markatölunni 31-1.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Markvörđur úr Meistaradeildinni til Fylkis
Fara efst