Markvarslan veiki punktur íslenska liđsins

 
Handbolti
08:15 15. JANÚAR 2016
Geir Erlendsen hefur ekki trú á ţessum manni.
Geir Erlendsen hefur ekki trú á ţessum manni. VÍSIR/GETTY

Noregur hefur ekki unnið Ísland síðan 2008 en Geir Erlandsen, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur, segir að nú sé gott tækifæri til þess.

Norðmenn hafa ekki komist á topp tíu á síðustu tveimur Evrópumeistarmótum og ekki komist á síðustu tvær heimsmeistarakeppnir.

Erlandsen er engu að síður bjartsýnn fyrir hönd Norðmanna í riðlinum og segir að liðið eigi möguleika á að gera góða hluti á mótinu. En til þess þurfi liðið að vinna Ísland í dag - það sé lykilleikur.

„Það gæti hentað okkur vel að mæta Íslandi núna. Markvarslan er veiki punktur íslenska liðsins og því þurfa sóknarmenn Noregs að vera á tánum,“ sagði Erlandsen.

„Ísland beitir frábærum hraðaupphlaupum og verður að stöðva það. En með góðum varnarleik og hröðum sóknarleik gæti okkur gengið vel, sérstaklega ef við fáum þá til að taka langar sóknir.“

„Það er margt í gangi hjá norska liðinu. Við erum með unga, hungraða og ekki síst góða leikmenn. við erum með fleiri leikmenn sem spila reglulega í Danmörku og Þýskalandi og erum með reynda leikmenn á borð við Bjarte Myrhol og Ole Erevik.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Markvarslan veiki punktur íslenska liđsins
Fara efst