Fótbolti

Marklínutæknin tekin upp í Þýskalandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dómari í ensku úrvalsdeildinni athugar hvort Hawk Eye-kerfið sé ekki í góðu lagi fyrir leik.
Dómari í ensku úrvalsdeildinni athugar hvort Hawk Eye-kerfið sé ekki í góðu lagi fyrir leik. vísir/getty
Marklínutæknin heldur áfram að ryðja sér rúms í Evrópuboltanum, en hún hefur borið góðan árangur í ensku úrvalsdeildinni sem og á HM í Brasilíu í sumar.

Í dag var marklínutæknin samþykkt í þýsku 1. deildinni, en í kosningu félaganna 18 í deildinni sögðu fimmtán félög já og þrjú nei.

Marklínutæknin hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarna daga, en hún hjálpaði t.a.m Manchester United í leik gegn Hull um helgina að fá mark dæmt og þá sannaði hún að boltinn var ekki inni hjá Gylfa Sigurðssyni gegn QPR í vikunni.

Atvikið hjá Gylfa má sjá hér að neðan, en marklínutæknin verður tekin upp í þýsku 1. deildinni strax á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×