Enski boltinn

Markið hans Eiðs Smára flottast

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vísir setti upp könnun í gær byggða á umræðu Messunnar á þremur af flottari hjólhesta- og klippumörkum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Umræðan var í kringum ótrúlegt mark Andy Carroll sem hann skoraði fyrir West Ham á móti Crystal Palace um helgina. Fannst mönnum þetta mark svipa til þess sem Wayne Rooney skoraði á móti Manchester City árið 2011 og frægrar hjólhestaspyrnu Eiðs Smára Guðjohnsen á móti Leeds árið 2003.

Öll eru mörkin glæsileg en lesendur Vísis héldu tryggð við íslenska landsliðsmanninn. Eiður Smári fékk 48 prósent þeirra tæplega fimm þúsund atkvæða sem bárust en Rooney var í öðru sæti með 34 prósent. Carroll fékk 18 prósent atkvæða.

Mörkin þrjú og umræðuna í kringum þau má sjá í spilaranum hér að ofan en úrslitin úr könnuninni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×