Fótbolti

Markaþurrð Cercle Brugge heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lærisveinum Arnars Þórs gengur bölvanlega að skora.
Lærisveinum Arnars Þórs gengur bölvanlega að skora. mynd/facebook-síða cercle brugge
Cercle Brugge leið lægri hlut fyrir Westerlo með einu marki gegn engu á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hollendingurinn Mitch Apau skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu en þetta var í tólfta sinn í vetur sem Cercle Brugge mistekst að skora í deildarleik. Liðið hefur alls skorað 16 mörk í 24 leikjum sem þykir ekki merkileg tölfræði.

Arnór Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, er þjálfari Cercle Brugge en Hafnfirðingurinn tók við liðinu í október á síðasta ári.

Cercle Brugge, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 14. sæti belgísku deildarinnar, einu sæti og einu stigi frá fallsæti.

Arnar og félagar eiga næst leik gegn Club Brugge í belgísku bikarkeppninni á þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×