Fótbolti

Markaregn hjá Sverri og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason stóð allan tímann í vörn Lokeren sem rúllaði yfir Mouscron-Peruwels í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 5-1.

Lokeren komst yfir með sjálfsmarki Peterjan Monteyne. Síðari hálfleikur byrjaði ekki byrjlega því Killan Overmeire, leikmaður Lokeren, var vikið af velli.

Þeir létu þó ekki slá sig út af laginu og Arthur og Eugene Ansah bættu við sitthvoru markinu og staðan orðin 3-0. Kevin Boli minnkaði muninn í 3-1, en Eugene Ansah bætti við öðru marki sínu og Nill De Pauw skoraði eitt áður en yfir lauk. 5-1 lokatölur.

Lokeren er í toppsætinu í ummspili II B. Liðið hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli, en það er með eins stigs forystu á Mouscron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×