Enski boltinn

Markalaust hjá Man Utd gegn San Jose Earthquakes

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexis Sanchez mættur til Bandaríkjanna
Alexis Sanchez mættur til Bandaríkjanna vísir/getty
Bandarískir áhorfendur fengu ekki mikið fyrir peninginn á Levis leikvangnum í Kaliforníu í gærkvöldi þar sem Manchester United mætti MLS liðinu San Jose Earthquakes í æfingaleik.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli þó Man Utd hafi stillt upp sterku byrjunarliði og var Alexis Sanchez til að mynda mættur í byrjunarliðið eftir að hafa misst af fyrsta leik Man Utd í Bandaríkjunum.

Byrjunarlið Man Utd: Joel Pereira, James Garner, Antonio Valencia, Andreas Pereira, Anthony Martial, Tahith Chong, Chris Smalling, Alexis Sanchez, Eric Bailly, Luke Shaw, Ander Herrera.

Nýjasti leikmaður liðsins, markvörðurinn Lee Grant, kom inn í hálfleik og var besti maður liðsins en hann varði nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleiknum.

Man Utd heldur áfram að undirbúa sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni í Bandaríkjunum og mætir næst AC Milan á StubHub leikvangnum í Kaliforníu næstkomandi fimmtudag.

Man Utd hefur leik í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 10.ágúst næstkomandi þegar liðið mætir Leicester í opnunarleik deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×