SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 19:00

Í beinni: Fylkir - Stjarnan | Stjörnumenn áfram á skriđi?

SPORT

Markalaust hjá Leverkusen og Bayern München

 
Fótbolti
19:48 06. FEBRÚAR 2016
Xabi Alonso fékk tvö gul spjöld međ skömmu millibili undir lok leiks.
Xabi Alonso fékk tvö gul spjöld međ skömmu millibili undir lok leiks. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Bayer Leverkusen og Bayern München gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þrátt fyrir jafnteflið er Bayern enn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeirra helstu keppinautar, Borussia Dortmund, gerðu einnig markalaust jafntefli í dag, við Hertha Berlin.

Leverkusen hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu en liðið hefur fengið 11 stig úr síðustu fimm leikjum sínum. Lærisveinar Roger Schmidt eru í 5. sæti deildarinnar með 32 stig.

Bayern lék einum færri síðustu sex mínútur leiksins eftir að Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Markalaust hjá Leverkusen og Bayern München
Fara efst