Enski boltinn

Markalaust á White Hart Lane í tíðindalitlum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cesc Fabregas, Nemanja Matic og Christian Eriksen í baráttunni í leiknum í dag.
Cesc Fabregas, Nemanja Matic og Christian Eriksen í baráttunni í leiknum í dag. vísir/getty

Tottenham og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikurinn var langt frá því að vera mikið fyrir augað.

Besta færi leiksins kom á 68. mínútu þegar Eden Hazard fékk kjörið tækifæri til þess að skora, en Hugo Lloris, markvörður Tottenham, sá við honum.

Tottenham var meira með boltann og átti fleiri tilraunir á markið, en fáar þeirra voru markverðar og allflestar auðveldar fyrir Asmir Begovic í marki Chelsea.

Chelsea er eftir leikinn í fjórtánda sæti deildarinnar með fimmtán stig, en Tottenham er í fimmta sætinu með 25 stig; einu sigi frá Meistaradeildarsæti og fjórum stigum frá toppsætinu. Þeir hafa ekki tapað síðan í fyrstu umferð deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×