Enski boltinn

Markalaust á Anfield

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Liverpool og Man. Utd buðu ekki til neinnar markaveislu á Anfield í kvöld. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Fyrri hálfleikur var nú ekki merkilegur og eflaust ekki margir sem vilja fá VHS af honum. Lítið sem ekkert gerðist í hálfleiknum og markalaust er liðin gengu til búningsherbergja.

Það kom loksins alvöru færi á 55. mínútu er Pogba átti frábæra sendingu í teiginn á Zlatan. Skallinn hjá Svíanum var aftur á móti algjörlega misheppnaður og fór inn í teiginn í stað þess að fara á markið.

Emre Can átti svo færi skömmu síðar. Kom góðu og lúmsku skoti á markið af stuttu færi en De Gea varði frábærlega.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok átti Coutinho eitt af sínum frábæru skotum fyrir utan teig en De Gea varði meistaralega. Ekki margir sem hefðu varið þetta frábæra skot.

Liverpool tók yfir leikinn í kjölfarið og átti nokkrar fínar sóknir. Antonio Valencia bjargaði á elleftu stundu fyrir Man. Utd með frábærri tæklingu sex mínútum fyrir leikslok.

Ekki komu fleiri opin færi og þessi gömlu stórveldi skiptu því með sér stigunum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×