Fótbolti

Markahæsta lið deildarinnar féll

Landslið Alsír.
Landslið Alsír. vísir/afp
Úrvalsdeildin í Alsír hlýtur að vera jafnasta deild heims í dag.

Það eru sextán lið í deildinni og þau voru flest í einum hnapp. Það sem vekur mesta athygli er að liðið sem skoraði mest allra liða í deildinni féll.

Það lið heitir MC El Eulma og hafnaði í 14. sæti. Liðið skoraði 40 mörk í deildinni og endaði með fjögur mörk í plús. Það dugði ekki til að hanga uppi í þessari deild þar sem lítið er skorað.

Liðið skoraði þremur mörkum meira en meistarar ES Setif og var aðeins tíu stigum frá meistaraliðinu. Samt féll El Eulma. Ótrúlegt.

Liðið var sem varð í neðsta sæti deildarinnar var aðeins 15 stigum frá meisturunum.

El Eulma skoraði mest, á markahæsta mann deildarinnar en og er komið í átta liða úrslit í Meistaradeild Afríku. Það er í raun með ólíkindum að liðið hafi fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×