Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Verksmiðjum Marels fækkar um helming

Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag.
Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, tekur af öll tvímæli um að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði fluttar úr landi og ræðir rekstrarafkomu Marels, sem var að hans sögn óviðunandi, í nýjasta tölublaði Markaðarins sem kom út í morgun.

Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir í viðtali í blaðinu að útsölustöðum sem selja skyrið Siggi's í Bandaríkjunum haldi áfram að fjölga.

Sagt er frá heildarfjárfestingu Alvotech á sviði líftæknilyfja en fyrirtækið mun á næstu mánuðum ráða í fyrstu 50 störfin vegna fyrirhugaðs hátækniseturs í Vatnsmýrinni.

Einnig má í blaðinu finna pistla Stjórnarmannsins og Skjóðunnar, Svipmynd af nýjum forstöðumanni Fjárstýringar Íslandsbanka, samantekt úr heimsókn Skúla Mogensen í Klinkið, fréttir af afkomu Atlantsolíu og Hlöllabáta og fleira. 


Tengdar fréttir

Siggi heldur sig við Norður-Ameríku

Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku.

Minnka kostnað um fjóra milljarða

Árni Oddur Þórðarson tók við sem forstjóri Marels fyrir tæpu ári og miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstrinum frá þeim tíma. Hann segir að ómögulegt væri að reka fyrirtækið á Íslandi án undanþága frá gjaldeyrishöftum.

Hlöllabátar skiluðu 20 milljóna hagnaði

Hagnaður Hlöllabáta ehf., sem rekur skyndibitastaðinn Hlölla á Höfðanum, nam rúmum 20 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins.

Að glata yfirburðastöðu

Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×