Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Markmiðið að efla nýsköpun

Á morgun verður Íslenski ferðaklasinn formlega stofnaður. Hugmyndin er að styrkja uppbyggingu greinarinnar enn frekar og efla samkeppnishæfni. Mikilvægt að efla nýsköpun í greininni og auka þannig verðmætasköpun. Í Markaðnum er rætt við Rósbjörgu Jónsdóttur og tvo fulltrúa úr fagráði Klasans um stofnun hans.

Fasteignafélagið Eik þrefaldaðist að stærð þegar félagið sameinaðist Landfestum og EF1 fasteignafélagi. Nú er stefnt á að bjóða út hlut Arion banka í félaginu og skrá það síðan á markað.

Krabbameinsfélag Íslands hefur safnað um 200 milljónum króna í Mottumars allt frá árinu 2010. Stærstur hluti fjárins fer í fræðslu og árvekniátök.

Baldur Torlacious, forstöðumaður eftirlits Nasdaq Iceland, skrifar um óopinber gögn. Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar um mikilvægi hönnunar og Skjóðan og Stjórnarmaðurinn eru á sínum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×