Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Gjörbreyta QuizUp eftir áramót

Nýtt tölublað Markaðarins kom út í dag.
Nýtt tölublað Markaðarins kom út í dag.
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, ætlar að kynna nýja uppfærslu spurningaleiksins QuizUp í byrjun næsta árs. Leikurinn mun þá breytast í samfélagsmiðilinn sem fyrirtækið hefur stefnt að og á að keppa við Face­book og Twitter. Fyrirtækið vinnur einnig að þróun nýs gjaldmiðils fyrir QuizUp sem á að auka vörusölu Plain Vanilla.

Þetta kemur fram í viðtali við Þorstein í Markaðinum sem kom út í dag. 

Þar er einnig greint frá ákvörðun Seðlabankans um að hafna beiðni danska fjárfestisins Lars Grundtvig um undanþágu frá fjármagnshöftum og fjallað um nýja þjóðhagsspá Landsbankans.

Einnig má í blaðinu finna pistla Stjórnarmannsins og Skjóðunnar, viðtal við nýjan aðstoðarforstjóra Wow air sem trommar einnig í þungarokkshljómsveitinni Dimmu og aðsenda grein aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um umdeildar arðgreiðslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×