Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Bókaklúbbur varð að Startup Iceland

Þegar Bala Kamallakharan missti starfið hjá Glitni hófst hann handa við uppbyggingu. Úr varð Startup Iceland sem bráðum fer fram í fjórða sinn. Bala dreymir um að ráðstefnan verði að Iceland Airwaves frumkvöðlanna. Bala er í ítarlegu viðtali við Markaðinn.

Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsafyrirtækið Dunkin Donuts á í viðræðum við aðila hérlendis um að hefja starfsemi hér. Þetta staðfestir Justin Drake, starfsmaður almannatengslaskrifstofu Dunkin' Donuts, í tölvupósti til Markaðarins

„Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfisfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvernig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim, ‟ segir Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion. Hann ræddi losun hafta og evruna á fundi KPMG í gær.

Helga Thors nýráðinn markaðsstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er í svipmynd. Í blaðinu er líka grein eftir Sigtrygg Baldursson. Þorbjörn Þórðarson skrifar Markaðshornið og Skjóðan og Stjórnarmaðurinn eru á sínum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×