Viðskipti innlent

Markaðsvirði Reita er 48 milljarðar

ingvar haraldsson skrifar
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segist fagna fjölgun hlutahafa í fyrirtækinu.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segist fagna fjölgun hlutahafa í fyrirtækinu. vísir/daníel
Markaðsvirði Reita er 48 milljarðar miðað við söluvirði 13,25 prósenta hlut Arion banka í Reitum sem fram fór á föstudag.

Alls buðu 3.600 fjárfestar samtals 25,5 milljarða í útboðinu en heildarsöluandvirðið var 6,4 milljarðar og því var fjórföld umframeftirspurn eftir hlutabréfunum.

Reiknað er með að fjárfestar hafi til 7. apríl næstkomandi að greiða fyrir hlutabréfin. Fimmtudaginn 9. apríl hefjast viðskipti með hluti í Reitum á aðalmarkaði Kauphallar Íslands.

3,31% hlutafjár verður selt á genginu 63,5 krónur á hlut í tilboðsbók A þar sem mögulegt verðbil var 55,5-63,5 og 9,94% seld á genginu 64,0 í tilboðsbók B þar sem lágmarksgengi var 55,5. Vegið meðalgengi 63,875 krónur er á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×