MIĐVIKUDAGUR 1. MARS NÝJAST 18:00

Ţessar bćkur eru tilnefndar til Barnabókaverđlauna Reykjavíkur

FRÉTTIR

Markađir féllu vestanhafs eftir ákvörđun seđlabankans

 
Viđskipti erlent
23:58 27. JANÚAR 2016
Janet Yellen er formađur peningastefnunefndarinnar.
Janet Yellen er formađur peningastefnunefndarinnar. VÍSIR/AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í dag að stýrivextir myndu vera óbreyttir. Markaðir vestanhafs tóku dýfu í kjölfar tilkynningarinnar. Greint er frá þessu hjá Reuters.

Minnkandi hagvöxtur í Kína og slæm staða á olíumörkuðum hafa undanfarnar vikur haft áhrif á fyrirtæki víða um heim. Fjárfestar höfðu því beðið í ofvæni eftir niðurstöðu bankans en margir þeirra höfðu vonast eftir því að vextirnir myndu lækka í kjölfar slæmrar stöðu á mörkuðum undanfarnar vikur. Stjórnendur Seðlabankas gáfu það út að þeir fylgdust grannt með þróun mála í heiminum og væru sæmilega bjartsýnir um framtíð bandaríska hagkerfisins.

Hlutabréf í Apple féllu um rúmlega sex og hálft prósent eftir að í ljós kom að sala á iPhone hefur dregist saman að undanförnu. Boeing féll einnig eða um tæp níu prósent en gærdagurinn er versti dagur félagsins í kauphöllinni frá því í ágúst 2011. Í lok dags hafði Dow Jones vísitalan lækkað um 1,38 prósent.

Næsta stýrivaxtaákvörðun er áætluð í mars.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti erlent / Markađir féllu vestanhafs eftir ákvörđun seđlabankans
Fara efst