Fótbolti

Mark van Bommel tekinn við hjá Alberti og félögum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert í leik með PSV
Albert í leik með PSV vísir/getty
Philip Cocu er hættur hjá Hollandsmeisturum PSV Eindhoven til að taka við tyrkneska stórveldinu Fenerbahce.

Cocu átti farsælan feril sem miðjumaður hjá PSV og Barcelona og hefur gert góða hluti með PSV síðan hann tók við félaginu 2013; þrisvar sinnum gert það að Hollandsmeisturum.

Arftaki Cocu er annar maður sem átti farsælan feril hjá PSV, Barcelona og fleiri stórliðum. Mark van Bommel tekur við stjórnartaumunum hjá PSV en hann er nú að störfum á HM í Rússlandi þar sem hann er aðstoðarþjálfari Ástralíu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er á mála hjá PSV en hann kom aðeins við sögu með aðalliðinu á síðustu leiktíð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×